Á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 fæst endurgreiddur virðisaukaskattur vegna kaupa á hleðslustöð fyrir bifreiðar til uppsetningar í eða við íbúðarhúsnæði.
KHONS ferðahleðslustöð 3,5-22 kW
Ferðahleðslustöðin frá kínverska framleiðandanum Khons er skemmtileg og nytsamleg vara. Þetta er önnur útgáfa stöðvarinnar en hún breytir leiknum!
Nú getur þú hlaðið allt að 22 kW á klukkustund með hleðslustöð sem þú tekur með þér í ferðalagið. Stöðin tengist í CEE iðnaðartengil.
Stöðin er með OLED skjá sem sýnir stöðu hleðslunnar í rauntíma. Hægt er að skoða orkunotkun á ýmsa vegu og hleðslutíma. Þá er hægt að stilla hleðslutíma fram í tímann.
Almennar upplýsingar:
Snúra: 5m
Tengi: Fáanleg með Type 1 (7,4 kW) og Type 2 (7,4 kW og 22 kW)
Straumur: 6-32 A
Afl: 3,5-22 Kw
Veðurþol: IP67 (hleðslustöð)
Hitaþol: -25°C til + 50°C
Veggfesting: Fylgir
Staðlar: IEC 62752, SAE J1772-2012 / IEC 62196-2
Lekastraumvarnir: Í stöðinni er allur varnarbúnaður samkvæmt kröfum Mannvirkjastofnunnar og því þarf aðeins að stinga henni í samband við passandi CEE innstungu.
Spennuvörn: Yfirálagsvörn er innbyggð í stöðina. Hefðbundin skammhlaupsvörn nægir fyrir tengil.